Tíu staðnir að hraðakstri

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Frá því á föstudag hefur lögreglan á Suðurlandi kært tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 139 km/klst hraða á Suðurlandsvegi á Hellisheiði.

Tveir ökumenn voru teknir próflausir og einn var kærður fyrir að vera með laust barn í bifreið sinni.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir undir áhrifum vímuefna, annar á bíl en hinn á „smáfarartæki“ eins og það er orðað í dagbók lögreglunnar.

Fyrri greinHarður árekstur í Flóanum
Næsta greinFást engin svör