„Já, við ætlum að reisla tíu vindmyllur í viðbót í Þykkvabænum þar sem orkuframleiðslan verður þrjátíu og fimm megawött eða hundrað og fimmtíu gígavattsundir á ári,“ segir Snorri Sturluson.
Hann og Steingrímur Erlingsson hjá Biokraft ætla að ráðast í þetta risaverkefni. Vindmyllurnar verða talsvert stærri en núverandi myllur, eða allt að áttatíu og fimm metra háar. Vænghafið verður um hundrað og tólf metrar. Vegna stærðar verkefnisins þarf að fara í umhverfismat.
„Við vonumst til að allar nýju vindmyllurnar verði komnar upp árið 2017,“ segir Snorri.
Íbúafundur um áformin um nýju vindmyllurnar verður haldinn í íþróttahúsi Þykkvabæjar mánudagskvöldið 8. desember þar sem þeir Snorri og Steingrímur hyggjast kynna áform sín og svara spurningum.