Tjaldsvæðisleyfið dregið til baka

Bæjarráð Árborgar hefur dregið til baka samþykki fyrir því að nota svæði við Sunnulækjarskóla fyrir tjaldsvæði vegna fjölskylduhátíðarinnar Kótelettunnar.

Bæjarráð hafði veitt heimild til handknattleiksdeildar Umf. Selfoss að sjá um tjaldsvæðið á Kótelettunni með ákveðnum skilyrðum fyrir fjölskyldufólk.

Nágrannarnir voru mjög ósáttir við þetta og söfnuðu undirskriftum sem rúmlega 130 manns skrifuðu undir.

Bæjarráð ákvað að koma til móts við sjónarmið íbúanna og bókun hverfisráðs og lagði því til við mótshaldara að leita annarra leiða þar sem sveitarfélagið hefur ekkert land í sinni umsjá eða eigu sem hentar sem tjaldsvæði.

Gesthús hafa verið og eru aðaltjaldsvæðið á Selfossi og munu þjónusta fjölskyldufólk í tengslum við Kótelettuna og rúmar svæðið yfir 1.000 gesti í tjöldum.

Fyrri greinSamningar undirritaðir við vígslu reiðhallar
Næsta greinForsölu lýkur á laugardaginn