Tjaldurinn kominn í Sandvík

Vorið er gengið í garð í Sandvíkurhreppi því tjaldapar sem haldið hefur sig í Stóru-Sandvík síðustu ár er mætt á svæðið og veturinn því að baki.

Þessi hávaðasami vorboði lenti í Stóru-Sandvík í gær en hann birtist yfirleitt á tímabilinu frá 30. mars til 8. apríl. Árið 2007 lenti tjaldurinn einnig þann 4. apríl og því er spurning hvort landsmenn sjái fram á betri tíð nú þegar tjaldurinn velur sér þennan sama dag í ár.

Sunnlenska.is náði tali af Sandvíkurtjaldinum í morgun og þeir sem vilja fá vorið beint í æð geta smellt HÉR og hækkað vel í hátölurunum.

Fyrri greinEngin niðurstaða um eignarhald
Næsta greinHálf milljón frá hreppnum