Tjöld fuku í Landmannalaugum

Í hvassviðrinu í gærkvöldi fuku og brotnuðu tjöld rúmlega tuttugu ungmenna sem stödd voru í Landmannalaugum.

Björgunarsveitarmenn úr hálendisgæslu Landsbjargar aðstoðu hópinn með því að láta þau fá þurran fatnað, svefnpoka og teppi, gefa þeim kjarngóða íslenska kjötsúpu og koma þeim fyrir í þeim tjöldum sem voru með í för.

Hópurinn var lagstur til svefns um miðnætti og væsti ekki um hann að sögn björgunarmanna.

Í hópnum voru frönsk ungmenni á aldrinum 15-17 ára. Þau halda heim til Frakklands í dag eftir tveggja vikna ferðalag og óhætt er að fullyrða að síðasta kvöldið hafi verið þeim eftirminnilegt.

Fyrri greinFerðamaður fauk og slasaðist
Næsta greinLeik ÍBV og Selfoss frestað