Töframaðurinn Einar Mikael mætir á Selfoss í dag með sitt vinsæla töfrabragðanámskeið. Frítt er á námskeiðið sem haldið verður í Hagkaup kl. 16 og allir sem mæta fá frítt töfradót.
„Ég hef ef kennt yfir 4.000 krökkum að galdra og námskeiðið hefur slegið öll aðsóknarmet út um allt land. Námskeiðið er einn og hálfur tími að lengd og þar fá krakkarnir að læra spennandi og skemmtileg brögð. Síðan er stutt sýning í lokin og myndataka með alvöru Hogwartstöfradúfum,“ sagði Einar í samtali við sunnlenska.is.
„Mig langaði að gefa eitthvað til baka því ég veit að það er mikill töfraáhugi á Selfossi og þess vegna hef ákveðið að hafa frítt inn á námskeiðið. Það fá allir gefins töfradót sem mæta og síðan fá allir myndir með mér og dúfunum. Það eru allir velkomnir og ég hlakk til að sjá sem flesta,“ sagði töframaðurinn að lokum.