Sóknarnefnd Selfosssóknar hefur ekki áminnt formann sóknarnefndar og kirkjuvörð Selfosskirkju eins og úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar úrskurðaði um í nóvember sl.
Í úrskurði úrskurðanefndar var sóknarnefnd tilkynnt sú niðurstaða að henni bæri að áminna formann sóknarnefndar og kirkjuvörð við Selfosskirkju vegna háttsemi við sóknarbarn.
Lítur sóknarnefnd svo á að bréf nefndarinnar hafi ekki borist sóknarnefndinni heldur hafi það verið sent formanni nefndarinnar persónulega sem aðila að málinu.
Sú afstaða kom kirkjuráði að óvörum en að sögn Guðmundar Þórs Guðmundssonar framkvæmdastjóra kirkjuráðs hefur bréfið verið sent sóknarnefnd að nýju. „Okkur ber að hafa yfirumsjón með að úrskurðinum sé framfylgt,“ sagði Guðmundur í samtali við Sunnlenska.
Á sóknarnefndarfundi Selfossóknar þann 18. janúar sl. var lesið upp bréf frá kirkjuráði þar sem óskað var eftir skriflegum gögnum um það til hvernig aðgerða sóknarnefnd hafi gripið til í tilefni af úrskurðinum. Samþykkti sóknarnefndin þá bókun varðandi fyrirspurnina á þá leið að hún hafi engin gögn eða upplýsingar um málið og var sú bókun samþykkt samhljóða.