Tólf bréfberum hefur verið sagt upp störfum hjá Póstinum á Selfossi en boðin endurráðning með minna starfshlutfalli. Veruleg óánægja er meðal starfsmanna pósthússins.
Sjö af þessum tólf bréfberum hafa ákveðið að að gangast við tilboði fyrirtækisins. Flestir sem um ræðir voru í 85 til 100 prósent starfi en er nú boðið að minnka hlutfallið í 60 prósent. Óánægjan felst einnig í því að ráðgert er að stækka svæði bréfbera og fjölga húsum á hvern þeirra.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.