Sveitarfélagið Árborg auglýsti starf fjármálastjóra laust til umsóknar í maímánuði. Alls bárust 18 umsóknir en sex umsækjendur hafa dregið umsóknir sínar til baka.
Umsækjendurnir tólf eru:
Anna K. Elenudóttir, rekstrarstjóri
Benjamín Aage B. Birgisson, sjálfstætt starfandi
Bragi Þorsteinn Bragason, sviðsstjóri fjármála og reksturs
Daði Geir Samúelsson, fjármálasérfræðingur
Hjalti Þorvarðarson, viðskiptafræðingur
Kristín Guðmundsdóttir, fjármálastjóri
Lilja Björg Guðmundsdóttir, fjármálastjóri
Magnús Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Magnús Sigurðsson, sérfræðingur á hagdeild
Sandra Brá Jóhannsdóttir, sérfræðingur
Unnur Edda Jónsdóttir, viðskiptastjóri fyrirtækja
Victor Berzoi, bókari og skrifstofustjóri
Helstu verkefni fjármálastjóra eru ábyrgð á fjármálastjórnun og fjárstýringu bæjarsjóðs, lánastýring og samskipti við fjármálastofnanir, ábyrgð á fjárhagsáætlana- og ársreikningagerð, yfirumsjón með bókhaldi og fleira.