Tólf starfsmenn með samtals 302 ára starfsreynslu kvaddir

Alls létu tólf starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands af störfum sökum aldurs á árinu 2016. Samanlagður starfsaldur þessara einstaklinga eru 302 ár þannig að segja má að þessir starfsmenn hafi þjónað stofnuninni af miklu trygglyndi til fjölda ára.

Starfsmennirnir voru kvaddir í þremur kveðjuhófum, fyrst í Aratungu 11. janúar því næst í Vestmannaeyjum þann 24. janúar og að lokum á Selfossi þann 30. janúar.

Þau sem létu af störfum eru:
Elsa Bachmann – Þvottahúsi Selfossi
Eygló Sigurlaug Gunnlaugsdóttir – Ræstingu Selfossi
Gylfi Haraldsson – Laugarási
Hjördís Helgadóttir – Ljósheimum Selfossi
Hugrún Ásta Elíasdóttir – Þvottahúsi Selfossi
Marianne Ósk B. Nielsen – heilsugæslunni Hveragerði
Pétur Z. Skarphéðinsson – Laugarási
Sigríður Ólafsdóttir – Rannsókn Selfossi
Sigurbjörg Jónsdóttir – Lyflækningadeild Selfossi
Þuríður K. Kristleifsdóttir – Rannsókn Vestmannaeyjum
Þóra Valdís Valgeirsdóttir – Ljósheimum Selfossi
Þyrí Ólafsdóttir – Sjúkradeild Vestmannaeyjum

Í frétt á heimasíðu HSu er þessu starfsfólki þakkað fyrir vel unnin störf og trygglyndi í þágu stofnunarinnar sem og velfarnaðar um ókomin ár.

Fyrri greinEldur í rafmagnsstaur – Straumlaust allt austur í Mýrdal
Næsta greinLíkfundur á Selfossi