Tólf syntu Guðlaugssund í Laugaskarði

Það var góð stemming í Laugaskarði í Hveragerði í gær þriðjudaginn 11. mars þegar árlegt Guðlaugssund var þreytt til minningar um Helliseyjarslysið 1984. Tólf sundmenn tóku þátt að þessu sinni.

Hraðast synti 6 kílómetra Dagbjartur Kristjánsson á 1:41,70 klst sem er rúmlega 7 mínútna bæting frá í fyrra, Dagbjartur, sem er 14 ára gamall, var jafnframt yngstur þeirra sem syntu 6 km.

Elsti sundgarpurinn var Páll G. Sigurþórsson sem er fæddur 1938 hann synti á 2:27,00 klst. og var á rúmlega 8 mínútna betri tíma en í fyrra.

Fimm syntu heilt sund, 6 km.
Dagbjartur Kristjánsson 2000 1:41,70 klst. (7,30 mín. bæting)
Hafsteinn Davíðsson 1994 1:50,40 klst.
Laufey Rún Þorsteinsdóttir 1993 1:51,30 klst.
Hjörtur Már Ingvarsson 1995 2:02,40 klst. (3,20 mín. bæting)
Páll G. Sigurþórsson 1938 2:27,00 klst. (8,20 mín. bæting)

Fimm syntu 3.000 m.
Gestur Már Þorsteinsson 1996 01:02,0 klst.
Guðjón Ernst Dagbjartsson 2000 1:02,50 klst.
Guðrún Rós Guðmundsdóttir 2001 1:01:05,3 klst.
Davíð Jóhann Davíðsson 1967 1:06,10 klst.
Katrín Linda Hilmarsdóttir 2001 1:07,00 klst.

Guðrún Tryggvasóttir 1958 synti 2000m
Smári Arnfjörð Brynjarsson synti 1000m.

Fyrri greinSkólanefnd Fsu hefur miklar áhyggjur af verkfalli
Næsta greinLeif leggur skærin á hilluna