Tólf umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku.
Veðrið átti sinn þátt í nokkrum þeirra en á fimmtudag og föstudag fuku bílar útaf við Núpsstað og vestan Almannaskarðs, auk þess sem tengivagn fauk utan í vegrið á Suðurlandsvegi við Hveradali.
Á föstudag valt bifreið útaf þjóðvegi 1 við Kögunarhól. Bíllinn fór tvær veltur en ökumaðurinn ökumaðurinn bar sig vel og taldi meiðsl sín minniháttar.
Þá varð árekstur tveggja fjórhjóla sama dag, skammt frá Sólheimum, og slösuðust ökumenn þeirra eitthvað en í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hversu alvarleg meiðslin eru.