Tölurnar á hægri niðurleið á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 79 manns í sóttkví á Suðurlandi og 22 í einangrun vegna COVID-19.

Þetta kemur fram í nýjustu tölum frá lögreglunni á Suðurlandi.

Tölurnar hafa farið hægt og bítandi niður á við og engin ný smit greinst á Suðurlandi síðustu daga.

Boðað hefur verið til fundar í dag kl. 12 þar sem stjórnvöld munu greina frá næstu skrefum í viðbrögðum vegna faraldursins og hvernig höftum verður aflétt frá 4. maí þegar núverandi samkomubann fer úr gildi.

Fyrri greinSkákfélag Selfoss og nágrennis Norðurlandameistari í netskák
Næsta greinBjarki Freyr Kjötmeistari Íslands 2020