Brotist var inn í Mosfell á Hellu aðfaranótt þriðjudags og töluverðum verðmætum stolið. Lögreglan á Hvolsvelli leitar eftir upplýsingum um mannaferðir á Hellu þessa nótt.
Ef einhver hefur orðið var við óvenjulega umferð á Hellu eftir miðnætti 25. nóvember, milli kl. 1:00 og 3:00, eru þeir sömu beðnir um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli með skilaboðum á Facebook, á hvolsvollur@logreglan.is eða í síma 488-4110.