Töluvert eignatjón varð síðastliðinn miðvikudag þegar skemma á Blesastöðum á Skeiðum brann. Eigandi skemmunnar notaði hana sem geymslu og eyðilögðust ýmis verðmæti þar.
Brunavarnir Árnessýslu sendu dælubíla frá Selfossi og Árnesi ásamt þremur tankbílum frá Selfossi, Hveragerði og Flúðum. Samtals voru slökkviliðsmenn með um það bil 50 tonn af vatni í fyrstu atrennu en nauðsynlegt er að hafa tankbíla og safnþrær með á vettvang þar sem erfitt getur verið að komast í vatn.
Slökkvistarf gekk vel en skúrinn og innbúið varð fyrir miklum skemmdum.