Töluvert tjón á íbúð í Hveragerði

Íbúð í raðhúsi við Arnarheiði í Hveragerði skemmdist mikið þegar eldur kom upp í þvottahúsi þar um miðjan dag í dag.

Eldri kona sem býr ein í húsinu náði að forða sér út áður en slökkviliðið kom á staðinn en henni var komið undir læknishendur.

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu fékk boð um eldinn frá Neyðarlínunni kl. 15:27 í dag og logaði þá eldur í þvottahúsi auk þess sem mikill reykur var í húsinu. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig en talið er að upptök eldsins hafi verið í þvottavél.

Töluverðar skemmdir urðu í húsinu, aðallega út frá sóti og reyk. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið en aðliggjandi raðhúsaíbúðir virðast hafa sloppið við skemmdir.

eldur_2arnarheidi8300711sb_839264893.jpg

eldur_3arnarheidi8300711sb_694403570.jpg

eldur_4arnarheidi8300711sb_263241234.jpg

Myndir: sunnlenska.is/Sigurbjörn Bjarnason

Fyrri greinLítið hlaup í rénun
Næsta greinÞrír handteknir á Flúðum