Heimasíða Sveitarfélagsins Árborgar, www.arborg.is, varð óvirk um tíma í gær eftir að tölvuþrjótar unnu skemmdir á henni.
Þetta kom fram í tilkynningu á heimasíðunni í gær. Unnið hefur verið að lagfæringu síðunnar en nýjustu fundargerðir og fréttir duttu út og er verið að hlaða þeim inn.
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, segir ekki alveg ljóst hvað var á ferðinni þarna. „Það er verið að kanna það en það var ekkert verið að eiga við tölvukerfi sveitarfélagsins. Heimasíðan er hýst úti í bæ og það var einungis hún sem varð óvirk,“ sagði Ásta í samtali við sunnlenska.is.