Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, hefur ákveðið að draga framboð sitt á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi til baka.
Ellert hafði sóst eftir því að leiða lista flokksins í komandi Alþingiskosningum. Hann tilkynnti á Facebook í morgun að hann drægi framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum og þakkaði stuðninginn og hvatninguna.
Erna Bjarnadóttir í Hveragerði, fyrrum varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, hefur einnig lýst yfir vilja sínum að leiða lista Miðflokksins í kjördæminu í komandi kosningum.