Miðvikudaginn 8. maí næstkomandi fer Tómstundamessa Árborgar fram en þar verður tómstundarframboð í sveitarfélaginu yfir sumarmánuðina kynnt.
Síðustu ár hefur sveitarfélagið staðið fyrir kynningu á sumarstarfi fyrir börn og unglinga í Árborg í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir og skipulagt frístundastarf barna í sveitarfélaginu.
Tómstundamessan verður tvískipt, annars vegar verður kynning fyrir alla nemendur grunnskólanna í Árborg á milli kl. 9 og 13 og hins vegar kynning fyrir foreldra og forráðamenn kl. 16 til 18.
Kynningarnar fara fram í íþróttahúsi Vallaskóla og eru allir velkomnir.