Tónlistarkennurum er boðið til kaffisamsætis í Bókasafni Árborgar á Selfossi kl. 14 í dag. Boðið verður upp á upplestur auk þess sem sýning er í Listagjánni.
„Nú þegar kveikt er á jólaljósum og tími fögnuðar og friðar fer að renna í garð verður okkur hugsað til ykkar sem alltaf hafið verið með okkur að skreyta þennan tíma og gleðja gesti og gangandi. Nú er komið að okkur að reyna að gleðja ykkur ofurlítið,“ segir í boðinu frá starfsfólki bókasafnsins til tónlistarkennara.
Allir tónlistarkennarar eru velkomnir í kaffisamsætið þar sem Bjarni Harðarson, bóksali og Þórður Helgason, dósent ætla að lesa úr bókum. Þá er skemmtileg sýning í Listagjánni eftir Guðlaug Arason.