Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar keypti skuldabréf með veði í Laugardælalandi í Flóahreppi. Sjóðurinn varð að afskrifa 116 milljónir króna af fyrrnefndu skuldabréfi.
Lífeyrissjóðurinn keypti veðskuldabréf þar sem VBS fjárfestingabanki var tengiliður milli fjárfestis og framkvæmdaaðila.
Enginn samningur var gerður milli lífeyrissjóðsins og VBS fjárfestingabanka um þau viðskipti sem áttu sér stað þeirra á milli. VBS kom viðskiptunum á, sá um nauðsynlega skjalagerð o.fl.