Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð í Biskupstungum var kosinn nýr formaður Bændasamtaka Íslands til næstu tveggja ára en formannskjör fór fram í rafrænni kosningu um helgina.
Trausti felldi sitjandi formann, Gunnar Þorgeirsson í Ártanga í Grímsnesi, í kosningunni en þeir voru tveir í kjöri.
Úrslit kosninganna urðu þau að Trausti fékk 865 atkvæði, eða 65,83% og Gunnar fékk 426 atkvæði eða 32,2% Auðir atkvæðaseðlar voru 23, eða 1,75%.
Á kjörskrá voru 2.428 og alls kusu 1.314, sem gerir 54,12% kjörsókn.