T-listi Traustra innviða býður fram í Mýrdalshreppi í komandi sveitarstjórnarkosningum. T-listinn er frjálst og óháð framboð skipað áhugafólki um eflingu innviða og samfélags í Mýrdalshreppi.
Einar Freyr Elínarson, ferðaþjónustubóndi, skipar 1. sæti listans og í 2. sæti er Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur.
Meðal áherslumála T-listans eru sókn í skólamálum og að sú þjónusta sem sveitarfélagið veitir verði þannig úr garði gerð að Mýrdalshreppur verði áfram heillandi staður fyrir þá sem þar búa og ekki síður þá sem þangað vilja koma og setjast að.
Framboðslistinn er svo skipaður:
1. Einar Freyr Elínarson, ferðaþjónustubóndi
2. Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur
3. Ingi Már Björnsson, bóndi
4. Þorgerður Hlín Gísladóttir, atvinnurekandi
5. Beata Rutkowska, starfsmaður Mýrdalshrepps
6. Magnús Örn Sigurjónsson, bóndi
7. Haukur Pálmason, verkstjóri
8. Anna Birna Björnsdóttir, leiðbeinandi
9. Þórir Níels Kjartansson, eftirlaunaþegi
10. Sigurður Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri