Tryggingakerfið endurskoðað vegna Suðurlandsskjálfta

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ráðast í heildarendurskoðun á viðlaga- og tryggingakerfinu hvað viðkemur náttúruvá, trygginga- og tjónamálum.

Samþykktin kemur í kjölfar skýrslu Ólafs Arnar Haraldssonar um reynslu þjónustumiðstöðvar sem sett var á fót á Selfossi eftir Suðurlandsskjálftann 29. maí 2008.

Farið var yfir skýrsluna á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að niðurstöður hennar væru á þá leið, að meiriháttar breytingar þurfi að gera á viðlaga- og tryggingakerfi þannig að tjónþolar af náttúruhamförum fái bætur samkvæmt ákveðnum verklagsreglum. Komið hafi fram á undanförnum árum ýmis tjón sem falli ekki undir kerfið og lendi því á ríkissjóði. Nefndi hún sem dæmi sólpalla, frárennsli frá húsum og lagnir en einnig verðmæti í bílskúrum, bíla og fellhýsi.

Jóhanna segir að ráðist verði í endurskoðunina fljótlega og tillögur gerðar um breytingar á lögum og reglugerðum þar af lútandi.

Þetta kemur fram á mbl.is

Fyrri greinDr. Bæk á ferðinni í Þorlákshöfn
Næsta greinReyklausir Hellukrakkar til Köben