Ökumenn á 20 til 30 bílum lentu í vandræðum í hálku og ófærð á nýja veginum á Sandskeiði fyrir neðan Litlu kaffistofuna laust fyrir miðnætti í gærkvöldi.
Þar valt breyttur jeppi á hliðina og myndaðist umferðarhnútur í kjölfarið. Björgunarsveitarmenn frá Hveragerði, Reykjavík og Kópavogi voru kallaðir á vettvang til að greiða úr flækjunni við erfiðar aðstæður.
Veður var afleitt og tók um tvær klukkustundir að greiða úr málinu. Að sögn björgunarsveitarmanna var ekkert ferðaveður á svæðinu.