Tungnaréttum flýtt

Í ljósi þess að sláturleyfishafar hafa gefið út að auknar álagsgreiðslur til sauðfjárbænda verða mestar frá 31. ágúst til 16. september, samþykktu sauðfjárbændur í Biskupstungum á fundi á dögunum að flýta Tungnaréttum.

Fjallreiðardagur verður laugardagurinn 3. september og réttardagurinn þar af leiðandi laugardaginn 10. september. Óbreyttar tímasetningar verða á seinni leitum.

Í tilkynningu frá fjallskilanefnd Biskupstungna segir að stefnt sé að því að Tungnaréttir verði eftirleiðis annan laugardag í september.

Fyrri greinStokkseyri tapaði í markaveislu
Næsta greinSöfn og menningarlandslag í Listasafninu