Tuttugu farþegar selfluttir í Landmannalaugar

Ljósmynd/Landsbjörg

Nú í kvöld fluttu björgunarsveitir á hálendisvakt í Landmannalaugum um tuttugu farþega úr rútu sem festist á vaði við Illagil að Fjallabaki.

Bilun virðist hafa orðið í rútunni, sem gerði það að verkum að ekki var hægt að koma henni í gang í ánni. Ekki gekk að draga hana vélarvana upp úr og því var brugðið á það ráð að selflytja farþega hennar inn í Landmannalaugar, sem var gert á björgunarsveitarbílum, bíl landvarða og einkabíl.

Önnur rúta frá rútufyrirtækinu er á leið í Landmannalaugar til að flytja hópinn áfram á áfangastað sinn í kvöld, Kirkjubæjarklaustur. Engum varð meint af.

Ljósmynd/Landsbjörg
Fyrri greinStokkseyringar sterkir heima
Næsta greinSelfoss átti engin svör gegn meisturunum