Tuttugu kannabisplöntur gerðar upptækar

Kannabisplanta. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Lögreglumenn á Hvolsvelli og Selfossi framkvæmdu húsleit í íbúðarhúsi á sveitabæ í Rangárþingi í síðustu viku og lögðu þar hald á 20 kannabisplöntur.

Plönturnar voru í sérútbúnu rými til ræktunar í kjallara hússins, samtals rúmlega 20 kíló af óþurrkuðum plöntum. Húsráðandi kvaðst hafa leigt kjallarann ótilgreindum aðila og ekki vita um ræktunina að öðru leiti.

Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig farm að lögreglumenn á Höfn framkvæmdu húsleit í heimahúsi þar í bæ á laugardaginn. Við leitina fundust um 100 grömm af kannabisefnum sem búið var að pakka í söluumbúðir og er málið til rannsóknar hjá lögreglu.

Fyrri greinSextán mörk frá Tinnu Sigurrós í sigurleik gegn Val U
Næsta greinSveinarnir halda sig heima á aðfangadag