Við húsleit í Hveragerði í liðinni viku fundust tuttugu gróðurhúsalampar sem reyndust stolnir.
Nánari skoðun leiddi í ljós að rúmlega helmingi þeirra hafði verið stolið í innbroti í Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði.
Ekki hefur fengist niðurstaða hvaðan hinum lömpunum var stolið.
Í dagbók lögreglunnar á Selfossi segir að lögreglumenn hafi haft í mörg horn að líta um helgina. Sum verkefnin koma upp á sama tíma og í slíkum tilvikum verður að vega og meta hverju er brýnast að sinna. Lögreglan hvetur fólk að sýna biðlund og þolinmæði við þær aðstæður.