Tvær bílveltur urðu í umdæmi Selfosslögreglunnar eftir hádegi í dag. Ökumenn og farþegar sluppu allir án meiðsla.
Um kl. 14 valt jepplingur útaf Biskupstungabraut við Múla. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í fljúgandi hálku og hafnaði hann á hliðinni utan vegar. Tveir voru í bílnum og sluppu án meiðsla.
Klukkutíma síðar varð önnur bílvelta við Tannastaði undir Ingólfsfjalli. Þar voru einnig tveir á ferð í hálku og sluppu án meiðsla.
Litlar skemmdir urðu á bílunum enda þykkur snjór utan vegar.