Tvær líkamsárásir tilkynntar til lögreglu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi fékk tvær tilkynningar um líkamsárásir í liðinni viku og voru báðar þeirra taldar minniháttar.

Í öðru tilfellinu var um að ræða mál sem kom upp í V-Skaftafellssýslu og er það nú til rannsóknar. Í hinu tilfellinu var um að ræða atvik sem átti sér stað í Reykjavík og verður það mál að líkindum sent til frekari meðferðar þar þegar öflun grunnupplýsinga er lokið, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

„Almenna reglan er sú að þó einstaklingur geti tilkynnt eða kært brot á hvaða lögreglustöð sem er þá fer rannsókn þess fram í því umdæmi þar sem brotið er talið hafa átt sér stað,“ segir í dagbókinni.

Fyrri greinMaður vopnaður boga og örvum handtekinn á Selfossi
Næsta greinFSu lokað vegna kórónuveirusmita