Tvær rafhleðslustöðvar teknar í gagnið

Um þrjár klukkustundir tekur að fullhlaða bíl í þessari stöð, sem er í Árnesi. Ljósmynd/skeidgnup.is

Búið er að taka í gagnið tvær nýjar rafhleðslustöðvar fyrir bíla við félagsheimilin Árnes og Brautarholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Þetta eru 22kw stöðvar sem ætlaðar eru fyrir allar gerðir rafbíla.

Fyrst um sinn verða stöðvarnar gjaldfrjálsar en uppsetning þeirra er liður í aðgerðum stjórnvalda og sveitarfélagsins í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.

Fyrri greinJakob Veigar gefur Hveragerðisbæ málverk
Næsta greinSamkomubannið gaf fólki tíma í garðvinnu