Tveggja ára stúlka brenndist við Strokk

Tveggja ára stúlka brenndist illa þegar að hún féll í heitt vatn við Strokk í Haukadal síðdegis í dag.

Foreldrar stúlkunnar, sem eru erlendir ferðamenn, voru með stúlkuna á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Stúlkan hrasaði um band sem strengt er til að afmarka göngustíga á svæðinu og féll fram fyrir sig. Hún hlaut annars stigs brunasár á höndum, höfði og bringu.

Sjúkraflutingamaður sem búsettur er á Geysi hlúði að stúlkunni ásamt lækni úr Laugarási þangað til sjúkrabíll kom frá Selfossi en þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu.

Stúlkan var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem hún verður í brunameðferð næstu daga. Slík meðferð felst í því að skipt er um umbúðir og vökvi gefinn ef þörf er á.

Fyrri grein250 ökumenn myndaðir
Næsta greinFramkvæmdir við Suðurlandsveg hefjast fljótlega