Tveimur deildum á Óskalandi lokað vegna E.coli-smits

Leikskólinn Óskaland í Hveragerði. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Tvær leikskóladeildir á Óskalandi í Hveragerði verða lokaðar á morgun á meðan þær eru sótthreinsaðar.

Eitt barnanna sem smitaðist af E.coli-veirunni á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í síðustu viku hóf aðlögun á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði á mánudag.

RÚV greinir frá þessu.

Gunnvör Kolbeinsdóttir, leikskólastjóri, segir í samtali við RÚV að foreldrar hafi verið upplýstir um stöðuna. Þeir eru beðnir um að vera vel á verði gagnvart einkennum hjá börnum sínum en talið er ólíklegt að fleiri börn hafi smitast.

Frétt RÚV

Fyrri greinGóð mæting á leikreglunámskeið í blaki
Næsta greinHvetur samningsaðila til að leita lausna sem fyrst