Tveimur konum sleppt úr haldi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrr í dag var tveimur konum er setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi.

Fimm aðilar sitja áfram í gæsluvarðhaldi, fjórir karlmenn og ein kona.

Lögreglan á Suðurlandi vinnur áfram að rannsókn málsins og nýtur stuðnings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, embætti héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að rannsókn málsins miði vel og er ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Fyrri greinVegagerðin kaupir Gömlu Þingborg
Næsta greinLangþráðar malbikunarframkvæmdir við Eyraveginn