Tveimur sleppt úr gæsluvarðhaldi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrír karlmenn sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á máli er varðar meinta frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp sem upp kom 10. mars síðastliðinn.

Tveir aðilar, karl og kona, sem einnig höfðu setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins voru látin laus í gær og í dag. Þau hafa enn réttarstöðu sakbornings í málinu.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að rannsókn málsins miði vel og hefur embættið, eins og áður hefur komið fram, notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis héraðssaksóknara og embættis ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins.

Fyrri grein70 sagt upp hjá Kömbum sem stefna í gjaldþrot
Næsta greinFrábær stemning á Íslandsleikunum