Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær.
mbl.is greinir frá þessu.
Þar er rætt við Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörð á svæðinu, sem segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn.
„Það eru hálkuskilti úti um allt þar sem við vörum við. Svo mælum við með að fólk noti mannbrodda en við náum aldrei að koma í veg fyrir allar hættur,“ segir Valdimar.