Ökumaður fólksflutningabíls sem lögreglan á Suðurlandi stöðvaði síðastliðinn föstudag gat ekki framvísað gögnum úr ökurita og var kærður vegna þess brots.
Ökumaður annars fólksflutningabíls reyndist með útrunnin ökuréttindi og verður kærður vegna þess.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.
Þar kemur einnig fram að ellefu umferðarslys voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Meðal annars valt rúta með sjö farþega innanborsð á Þjóðvegi 1 í Mýrdal og í öðru tilviki varð árekstur á einbreiðri brú yfir Hoffelssá. Þar urðu ekki slys yrðu á fólki en brúin var lokuð meðan unnið var að því að fjarlægja ökutækin, sem bæði voru óökufær.