Tveir bílar fóru niður um ís á Eyfirðingavegi

Notast var við keðjusög til að skera ísinn í stóra fleka. Ljósmynd/Tintron

Í gærkvöldi héldu fjórir félagar Hjálparsveitarinnar Tintron í Grímsnesi til aðstoðar eigenda tveggja bifreiða sem höfðu farið niður um ís í gærdag á Eyfirðingavegi, sunnan Skjaldbreiðar.

Gríðarleg vinna fór í að komast að bílunum en notast var við keðjusög til að skera ísinn í stóra fleka, sem síðan var ýtt undir ísinn til hliðanna svo að myndaðist renna til að draga bílana í á þurrt.

Bílarnir voru komnir upp úr vatninu um klukkan sex í morgun og björgunarsveitarmenn komnir aftur í hús upp úr klukkan átta en þá tók við að gera klárt fyrir flugeldasöluna sem opnaði klukkan tíu og standa þar fyrri vakt dagsins.

Ljósmynd/Tintron
Ljósmynd/Tintron
Fyrri greinMeistararnir fengu UMFÍ bikarinn
Næsta greinStuðlabandið endurtekur leikinn á nýársnótt