Hundar hafa drepið að minnsta kosti tíu lömb í mýrinni norðan við Eyrarbakka að undanförnu. Í fyrradag voru tveir hundanna aflífaðir en þriggja er ennþá leitað.
Greint var frá þessu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hundunum var lógað á dýraspítala að fengnu samþykki eigenda þeirra.
Ekki hafa verið borin kennsl á hundana þrjá sem enn ganga lausir og er óttast að þeir muni halda uppteknum hætti. Einn þeirra er gulur labradorhundur.
Starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar hafa litið eftir svæðinu að undanfarna daga, en ekki orðið ágengt.
Hundarnir hafa einnig verið að hrella fugla á hreiðrum en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi drepið einhverja fugla.