Tveir erlendir ferðamenn stöðvaðir fyrir hraðakstur

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi kærði 21 ökumann fyrir of hraðan akstur í síðustu viku.

Af þeim voru tveir erlendir ferðamenn og segir lögreglan að nú megi reikna með að þeim fari fjölgandi í umferðinni enda ferðamönnum heimilt að koma frá tilteknum löndum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

„Þannig berast fréttir af reglulegu flugi frá USA þar sem búast megi við fullbólusettum einstaklingum sem ekki þurfa sóttkví reynist sýnataka á landamærum neikvæð við komu.  Við bjóðum ferðamennina velkomna en biðjum þá jafnframt að gæta að þeim reglum sem í umferðinni gilda,“ segir í dagbók lögreglunnar.

Fyrri grein„Mikil tilhlökkun að byrja“
Næsta greinTvö ný smit á Suðurlandi