Tveir erlendir ferðamenn undir áhrifum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði tvo ökumenn í liðinni viku, annan í Árnesssýslu en hinn í Rangárvallasýslu, vegna gruns um að þeir væru ölvaðir við akstur bifreiða sinna.

Sá þriðji er grunaður um að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum fíkniefna. Hann var stöðvaður í V-Skaftafellssýslu og í fórum hans fundust kannabisefni.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að tveir þessara þriggja ökumanna eru erlendir ferðamenn með stutta viðkomu hér á landi.

Fyrri greinLægðin í beinni
Næsta greinFjöldahjálparstöðvar opnaðar í Þorlákshöfn og Hellisheiðarvirkjun