Tveir ferðamenn slösuðust á ferð sinni um Suðurland í síðustu viku. Einn féll af vélsleða á Langjökli og annar brenndist á fæti í Reykjadal.
Talið er að ferðamaðurinn sem féll af vélsleðanum á Langjökli hafi farið úr olnbogalið. Hannvar fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem hlúð var að honum.
Þá brenndist japönsk kona á fæti í Reykjadal í Ölfusi síðastliðinn miðvikudag. Félagar hennar komu með hana til móts við sjúkraflutningamenn sem fluttu hana á heilsugæslustöðina á Selfossi.
Konan steig í heitan poll og brenndist á hægri fæti. Að sögn lögreglu var fólkinu mjög brugðið við að lenda í þessu og í nokkru uppnámi.