Tveir handteknir vegna vopnamáls í Þykkvabænum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tveir menn voru handteknir í Þykkvabænum í dag í aðgerð lögreglunnar á Suðurlandi og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögregluaðgerðinni er lokið og er rannsókn málsins á frumstigi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að um „vopnamál“ sé að ræða og að lögreglan hafi verið kölluð til vegna ágreinings milli landeigenda.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að skotið hafi verið að gröf­u­manni sem var við vinnu við landamörk tveggja bújarða.

Fyrri greinHeimakonur skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik
Næsta greinKFR í stuði á Bryggjuhátíð