Tveir eru í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi í dag. Einn á Selfossi og einn í Rangárþingi ytra.
Fólki í sóttkví hefur fjölgað lítillega síðan í gær. Núna eru tólf í sóttkví á Suðurlandi og helmingur þeirra í Árborg. Auk þess eru 202 í skimunarsóttkví á Suðurlandi eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum.
Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Einn greindist með COVID-19 innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví, að því er fram kemur á covid.is.