Tveir í lífshættu eftir slys á Villingavatni

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kl. 11:44 fékk Neyðarlínan aðstoðarbeiðni frá hópi erlendra ferðamanna við Villingavatn í Grafningi en þar hafði maður fallið í vatnið og annar sem talið er að hafi ætlað sér að aðstoða viðkomandi örmagnast á sundi.

Báðir einstaklingarnir eru taldir í lífshættu en nú er verið að ljúka við að flytja þá á sjúkrahús í Reykjavík.

Hluti af þeim björgunarsveitarmönnum sem hafa verið við leit að manni sem fór í Ölfusá í nótt voru sendir á staðinn. Auk þess sendi slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kafara á vettvang og Brunavarnir Árnessýslu mann með hitamyndavél.

Lögreglan á Suðurlandi veitir ekki nánari upplýsingar um málið að sinni.

UPPFÆRT KL. 13:50

Fyrri greinVerður ein kona í bæjarstjórn Árborgar að loknum kosningum?
Næsta greinHaukur og Perla best á Selfossi