Lögreglan á Suðurlandi kærði 51 ökumann fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku. Einn þeirra er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að tveir ökumenn sem lögreglan hafði afskipti af hafi verið kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiðar sinnar. Báðir ökumennirnir neita sök og eru málin komin til ákærusviðs til meðferðar. Við broti af þessu tagi er 40 þúsund króna sekt.