Tveir litlir skjálftar nálægt Hveragerði

Grunnskólinn í Hveragerði.

Veðurstofan fékk tilkynningar frá íbúum í Hveragerði í morgun eftir að tveir jarðskjálftar, af stærðinni 1,7 og 1,8 urðu á tíunda tímanum í morgun.

Upptök skjálftanna voru í Stórkonugili í Reykjafjalli, einum og hálfum kílómetra norðaustur af miðbæ Hveragerðis.

Fyrri greinGuðmundur fann leiðina framhjá rútunni
Næsta greinHamar áfram í bikarnum