Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði tvo ökumenn í liðinni viku vegna gruns um að þeir væru að aka undir áhrifum ávana- eða fíkniefna.
Í báðum tilfellum var um að ræða einstaklinga sem áður hefur þurft að hafa afskipti af vegna sambærilegra mála og viðkomandi voru að aka sviptir ökuréttindum vegna fyrri brota.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir að aka ölvaður og sviptur ökurétti.
Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að tveir ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna.