Lögreglan á Suðurlandi kærði tvo ökumenn í síðustu viku þegar vagnlestir þeirra reyndust vel yfir mörkum leyfilegrar öxulþyngdar á þeim vegi sem ekið var á.
Í dagbók lögreglunnar segir að nú sé sá tími þar sem búast má við þungatakmörkunum á vegum og eru ökumenn hvattir til að fylgjast vel með stöðunni og haga skipulagi lestunar eftir gildandi þungatakmörkunum hverju sinni.
Frost er í jörðu en með hækkandi sól hlánar ofanfrá og þar með er nauðsynlegt að bregðast við til að verja vegina sem við öll viljum hafa í lagi, segir lögreglan.